Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 414. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 724  —  414. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

(Eftir 2. umr., 12. des.)



1. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 54. gr. laganna orðast svo: Lífeyrissjóðum með bakábyrgð ríkis eða sveitarfélaga sem kjósa að starfa áfram á óbreyttum réttindagrundvelli er þó heimilt að breyta viðmiðum sínum vegna töku lífeyris á grundvelli eftirmannsreglu, sbr. reglugerðir sjóðanna, þannig að lífeyrir breytist í samræmi við meðalbreytingar dagvinnulauna hjá opinberum starfsmönnum samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands, en lífeyrissjóðum með bakábyrgð banka er heimilt að styðjast við aðrar launavísitölur sem Hagstofa Íslands birtir, enda liggi fyrir samkomulag aðila kjarasamninga viðkomandi sjóðfélaga.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.